Jökulfirðir hafa til þessa verið náttúru- og útivistarparadís án sambands við vegakerfi landsins. Ferðaskrifstofur hafa auglýst gönguferðir um þetta svæði á þeim forsendum. Bóndi á svæðinu kreisti hálfa aðra milljón úr ríkissjóði til að gera sjóvarnargarð, en notaði peningana til að ýta veg yfir heiðina frá Ísafjarðardjúpi, vel færan jeppum á sumrin. Þetta eru hrein landspjöll, sem bæjarstjórn Ísafjarðar vill ekki kæra. Það hafa Náttúruverndarsamtökin hins vegar gert og vonandi fær bóndinn þungan dóm fyrir atlögu sína.