Húsleitir hefur verið gerðar hjá handrukkurum og hundrað manns yfirheyrt í tengslum við þær. Markmiðið er sagt vera að hvetja fólk til að láta af ótta sínum við handrukkara og koma fram með kærur eða vera vitni í dómsölum. Svo lofleg sem þessi afskipti lögreglunnar eru, þá duga þau ekki til að fá fólk til að koma úr felum. Vandséð er, hvernig afskiptin auki öryggi vitna, sem þurfa miklu frekar að fá vitnavernd. Athyglisverðast er þó við mál þetta, hversu margir eru taldir handrukkarar, þegar yfirvöld taka loksins hendur úr vösum.