Nóbelsverðlaunahafinn indverski, Amartya Sen, segir í bók, sem kemur út um mitt þetta ár, að ýmis Evrópuríki hafi gert þau mistök að líta á klerka sem fulltrúa minnihlutaþjóða og að efla stöðu þeirra í stað þess að snúa sér að þeim fulltrúum, sem tekizt hefur að laga sig að háttum vestræns fólks, hafa menntun og vinnu og virða stjórnarskrána. Einkum finnst honum slæmt, að trúarskólar megi koma í stað ríkisskóla, slíkt efli vald ofsatrúarmanna.
Sen telur, að stefna fjölþjóðahyggju í Bretlandi hafi þegar valdið miklum pólitískum skaða.