Dæmigerð fyrir bandaríska blaðamennsku undir merkinu: Ei má satt kyrrt liggja, er Loretta Tofani, sem skrifaði í Philadelphia Inquirer um nauðganir í fangelsi í Maryland. Hún náði sér í öll skjöl, þar á meðal sjúkraskrár, sem taldar væru heilög einkamál hér á landi Persónuverndar. Í greinum hennar var allt lagt á borð, nöfn nauðgara, nöfn fórnardýra, svo og einkaskjöl af ýmsu tagi. Greinarnar jafngiltu lögreglurannsókn. Enda voru allir nauðgararnir dæmdir, öll fórnardýrin fengu háar bætur og fangelsið var stokkað upp.