Fall þrýstifræðingsins Jack Abramoff í Bandaríkjunum hefur leitt í ljós mútugreiðslur til álitsgjafa í fjölmiðlum. Doug Bandow fékk rúmlega hundrað þúsund krónur á grein fyrir 12-14 greinar með hægri sinnuðum sjónarmiðum í Copley News Service, Peter Ferrera sömuleiðis. Michael Fumento missti líka dálkinn sinn fyrir að hafa þegið rúmlega þrjár milljónir frá Monsanto fyrir að styðja erfðabreytta líftækni í bókinni Biotechnology. Sumir eru sáttir við skrifin, Iain Murray segir í American Spectator, að álitsgjafar skuli ekki að leita sannleikans, heldur vinna fólk á sitt band.