Gallinn við frjálsar kosningar er, að úrslitin geta orðið önnur en þú vilt. Þannig ógilti herinn kosningar í Alsír, sem trúarofstækismenn höfðu unnið. Þannig hefnast Bandaríkin og Ísrael á Palestínumönnum fyrir að hafna flokki Arafats í þingkosningum. Þannig hafa frjálsar kosningar í Írak leitt trúarofstæki í landstjórnina og gert bandaríska hernámsliðið gráhært. Þannig hafa frjálsar forsetakosningar í Íran leitt til valda mann, sem samtímis ögrar Ameríku og Evrópu. Það er seintekinn gróði fyrir heimsveldi að troða frelsi upp á þjóðir.