Karl prins skrifar

Punktar

Kafli úr dagbók Karls Bretaprins hefur lekið í fjölmiðla og orðið að dómsmáli. Karl er mjög opinber persóna og hefur um nokkurt árabil sent fjölmiðlum og embættum undarleg bréf með margvíslegum tillögum og skömmum. Í dagbókinni koma fram fordómar hans gegn Kínverjum og gremja hans yfir að þurfa að fljúga þangað á viðskiptafarrými, meðan stjórnmálamenn voru á fyrsta farrými. Undarlegt er að hafa Karl á ódýrara farrými, en skrítnara er þó, að höfundur lesendabréfa, sem tæpast er með fullu viti, skuli vera ríkisarfi stórveldis.