Atlantshafsbandalagið er ekki bara orðið gagnslaust eftir fyrirvaralítið hvarf Sovétríkjanna, heldur lýtur það bandarískri stjórn í auknum mæli. Það er komið með heri langt út fyrir Evrópu og Atlantshafið, til dæmis í Afganistan. Nýjasta ruglið í bandalaginu er tillagan um, að Ísrael fái að ganga í það. Verið er að leggja til að taka inn og bera ábyrgð á ríkinu, sem ber einna mesta ábyrgð á nýrri styrjöld menningarheimanna, krossferðum Bandaríkjamanna í löndum múslima. Sem betur fer eru engar líkur á, að ráðamenn í Evrópu samþykki ruglið.