Bananalýðveldi

Punktar

Bandaríkin hafa tapað pyndingastríðinu, segir Richard Bernstein í Herald Tribune, er alþjóðlegt skurðgoð á borð við Desmond Tutu hefur bætzt við hinn fjölmenna kór fjölþjóðasamtaka, sem vill láta loka pyndingastöðinni í Guantánamo. Bernstein segir, að ekki sé lengur hægt að rökræða málið, í Evrópu sé almennt litið á Bandaríkin sem bananalýðveldi og þar sé ekki lengur hlustað á fulltrúa Bandaríkjastjórnar. Sameinuðu þjóðirnar hafa breytt reglum Mannréttindastofunnar á annan hátt en Bandaríkin hafa óskað og munu ekki hlusta á mótrök.