Siðanefnd þriggja lögmanna hefur svipt Ken Livingstone embætti borgarstjóra í London í fjórar vikur og dæmt hann í tíu milljón króna málskostnað fyrir óviðurkvæmileg ummæli um gyðing. Löglega kjörinn stjórnmálamaður er sviptur embætti tímabundið fyrir skoðanir. Brezki sagnfræðingurinn David Irving var dæmdur í Austurríki í þriggja ára fangelsi fyrir efasemdir um helför gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni. Í báðum tilvikum hefur félagslegur rétttrúnaður farið út í öfgar. Fáránlegt er að taka meinta vellíðan fólks og trúarflokka fram yfir málfrelsi.