Evrópusambandið reynir að hindra Svartfellinga í að samþykkja ályktun í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem getur falið í sér skilnað við Serbíu. Það vill, að kosningin sé gild, ef 50% kjósenda taka þátt og 55% segja já. Þetta telur ríkisstjórn Svartfjallalands vera of háar tölur, finnst nóg, að 41% taki þátt og meirihlutinn segi já. Vandséð er, hvaða vald sambandið hefur til að brengla reglur um þjóðaratkvæðagreiðslu til að gleðja Serbíu, sem að venju hótar ofbeldi. Evrópa hefur ekki rétt til að binda Svartfellinga við Serbíu, ef þeir vilja það ekki.