Evrópusambandið ætlar að greiða Palestínu tíu milljarða króna neyðarstyrk til að stjórnskipulagið hrynji ekki af fjárskorti vegna þjófnaðar Ísraels á skattfé. Áður var sambandið búið að hóta að hætta að styrkja Palestínu, þegar róttæki flokkurinn Hamas náði meirihluta í frjálsum kosningum. Sú hótun var á þeim tíma undarleg og ólýðræðisleg, enda hefur Evrópusambandið skipt um skoðun. Bandaríkin hafa líka ákveðið að veita Palestínu áfram peningastyrk. Betra væri, að þessar valdastofnanir tækju strax réttar ákvarðanir í stað þess að láta almenningsálitið knýja sig til þeirra.