Mikið af morgunkorni er ekki bara óhollt, heldur beinlínis til þess fallið að gera börn að sykurfíklum. Í sumum tilvikum er viðbættur sykur þriðjungur af innihaldinu og fer upp undir helming í einu eða tveimur tilvikum. Þar á ofan fá sum börn mikið sykraðar mjólkurafurðir með morgunkorni. Ofþyngd og tilheyrandi menningarsjúkdómar tengjast langvinnri ofnotkun á sykri í morgunkorni og mjólkurvörum. Þetta eru mikið notaðar vörur, sem kalla má tóbak nútímans. Einu sinni þótti tóbak sjálfsagt. En er ekki kominn tími til að setja heilsuskatt á viðbættan sykur?