Góðgerðafélag í Frakklandi hefur vakið mikla reiði stjórnvalda með því að bjóða fátæklingum ókeypis svínasúpu, sem múslimar og gyðingar borða ekki af trúarástæðum. Súpan er kölluð þjóðmenningarsúpa, enda er hún fjörgamall hluti af lífi almennings þar í landi. Um leið er hún hluti af ört vaxandi andstöðu fólks í Evrópu við innflutning fólks með trú, sem að hluta til stríðir gegn siðum og reglum í álfunni. Múslimar líta á svínasúpuna sem sérstaka ögrun við sig. Lögreglan hefur reynt að hindra súpugjafirnar án nokkurs árangurs. Súpunni fylgir brauð og ostur, rauðvín og eftirréttur.