Voru langt niðri

Punktar

Húsvíkingar telja sig hafa unnið í happdrættinu. Þeir héldu álvöku og fengu óbeint vilyrði fyrir álveri. Einn þeirra sagði, að þetta væri merkasti atburður í sögu staðarins frá því að Garðar Svavarsson kom þar í upphafi Íslandsbyggðar. Þeir eru svo rosalega fegnir, að þeir hljóta að hafa verið langt niðri og einstaklega vonlausir um framtíðina áður en þeir fengu fréttina. Í Skagafirði fagna menn hins vegar að þurfa ekki að taka við álveri. Þar eru menn með reisn eins og þegar ég var þar í sveit.