Í landi Osama

Punktar

George W. Bush er í dag í heimsókn í landinu, þar sem Osama bin Laden felur sig. Bush var í opinberri heimsókn að þakka einræðisherra landsins fyrir stuðninginn. Það hæfir vel utanríkisstefnu Bandaríkjanna að senda forsetann í faðmlög við helztu skúrka mannkyns. Þegar skúrkar faðmast, krossleggja þeir væntanlega fingur til merkis um, að ástin sé ekki alger. Pervez Musharaf stjórnar Pakistan í skjóli hersins, sem hefur alls ekki getað fundið Osama, af því að herinn er ramm-íslamskur og vill alls ekki finna þennan óvin Bandaríkjanna númer eitt.