Í viðtali Jónasar Knútssonar í Morgunblaðinu í morgun við brezka hershöfðingjann Rupert Smith, endurtekur sá síðari lygar upp úr bók sinni um “Nytsemi valdbeitingar”. Hann heldur fram, að fjölmiðlar hafi rangtúlkað stríðin á Balkanskaga. Svo vel vill til, að Alþjóðasamband ritstjóra hefur gefið út mikla bók, “The Kosovo news & propaganda war” þar sem fram kemur, að það var fyrst og fremst Atlantshafsbandalagið, sem skipulega breiddi út um stríðið ranghugmyndir, er fjölmiðlar áttuðu sig ekki á þá. En þeir munu átta sig, næst þegar Rupert Smith fer í stríð.