Baldur Þórhallsson dósent talar eins og spákona í blaðaviðtali um hlaup Árna Magnússonar inn í skjól Íslandsbanka. Baldur segir þetta vont fyrir ríkisstjórnina, því að Árni hafi verið öflugur ráðherra, “vinsæll og kröftugur liðsmaður”. Þetta hefði Geir Haarde getað sagt, en virkar kjánalega hjá háskólakennara, sem getur ekki bent á neinar rannsóknir eða nein gögn máli sínu til stuðnings. Þetta er marklaus yfirlýsing, jafnt sem sú, að erfitt verði fyrir Siv Friðleifsdóttur að fylla skarð Árna. Hvað er Baldur að kenna í háskólanum, úr því að hann talar ekki vísindalega?