Netið gerir menn frjálsa

Punktar

Birting tölvubréfa milli Jónínu Benediktsdóttur og Styrmis Gunnarssonar á netinu er gott dæmi um, að úrelt er orðið að elta hefðbundna fjölmiðla. Ef þeir segja okkur ekki fréttir; ef þeir telja, að oft megi satt kyrrt liggja, kemur bara annar aðili og skýtur sannleikanum á netið. Þannig dreifast til dæmis gögn, sem félagslegum rétttrúnaði þykir óviðurkvæmileg. Því meira sem fjölmiðlar eru bundnir á bás, þeim mun meira tekur netið að sér það hlutverk að gera menn frjálsa. Meginatriði málsins er, að kerfið getur ekki lengur tryggt klisjuna, að oft megi satt kyrrt liggja.