Hernám Íraks hefur ekki bætt mannréttindi í Írak, segir Amnesty. Saddam Hussein þótti vondur, en hernámsliðið er líka haldið illum anda. Það heldur 14.000 manns í fangelsum án dóms og laga. Við höfum séð ljósmyndir úr Abu Gharib, einu þeirra. Pyndingar bandaríska hersins hafa verið slæm forskrift fyrir innlenda herinn og lögregluna, sem stunda pyndingar og manndráp í sínum fangelsum. Ástandið í landinu er því í stórum dráttum verra en það var hjá Saddam Hussein. Hjá honum virkuðu líka rafmagns- og vatnsleiðslur, sem þær gera alls ekki núna.