Velgengni fólks er ekta. Vanskil hafa lækkað undanfarin ár, hjá almenningi úr 2,65% í árslok 2004 niður í 1% í árslok 2005. Þetta þýðir, að nánast óheftur aðgangur að lánsfé leiðir ekki til neinnar yfirkeyrslu í lántökum. Allur þorri fólks lifir ekki um efni fram. Margir safna skuldum, af því að það er svo auðvelt, en þeir virðast hafa efni á að reka skuldirnar, þótt ótrúlegt megi virðast. Eftir þessu að dæma er uppsveiflan í þjóðfélaginu eðlileg og ekki mikil hætta á fjöldagjaldþrotum fólks á næstunni. Mér létti satt að segja, þegar ég sá þessar tölur.