Enn einu sinni verður ekkert gert til að veita kjósendum innsýn í fjármál flokka. Stjórnarflokkarnir hafa séð um, að þverpólitísk nefnd um það mál mun ekki skila áliti í tæka tíð fyrir vorið. Þeir þora ekki beinlínis að vera á móti málinu, en bregða fyrir það fæti og draga það á langinn eftir föngum. Stjórnarflokkarnir vilja ekki, að kjósendur hér á landi fái sama rétt og kjósendur í öðrum vestrænum ríkjum. Málið er gott dæmi um þann eindregna þykjustuleik, sem ríkir í stjórnmálum okkar. Góð mál komast ekki í verk, nema Evrópusambandið eða Evrópudómstóllinn heimti það.