Evra án Evrópu

Punktar

Sveiflur í mati skoðunarfyrirtækja á lánshæfni ríkisins og miklar skuldir þjóðarinnar hafa bætzt við áhyggjur manna af háu gengi krónunnar. Aftur er komin upp á yfirborðið umræða um að kasta krónunni og taka upp evruna í staðinn. Það mundi draga úr peningasveiflum, minnka fjármagnskostnað og treysta velgengni þjóðarinnar. Af því að valdhafar hafna alveg aðild að Evrópusambandinu, snýst umræðan um, hvort hægt sé að taka upp evru án aðildar. Það væri óvenjulegt og erfitt, en samt framkvæmanlegt. En betra ráð gegn sveiflum er þó að fara hreinlega í bandalagið.