Ekki er nóg með, að stjórn Bandaríkjanna fyrirskipi kosningar í fátækum ríkjum, sem ekki hafa innviði lýðræðís, heldur fyrirskipar hún einnig, hvernig skuli menn kjósi. Ef menn kjósa ekki rétt, er ofbeldishneigða heimsveldinu að mæta. Bandaríkin lofa herinn í Alsír fyrir að neita að viðurkenna úrslitin þar í landi. Þau beita fjárhagslegum þrýstingi til að hindra valdatöku sigurvegaranna í Palestínu. Og í Írak hafa þau komið upp samstarfi kúrda og súnníta til að hindra valdatöku sjíta. Málið er, að Bandaríkin vilja ekki, að menn kjósi, heldur að menn kjósi rétt.