Í vinnu hjá guði

Punktar

Tony Blair sagði um helgina, að guð mundi dæma um stríðið gegn Írak. Enn einu sinni hefur hann vikið frá þeirri grundvallarhefð, að forsætisráðherra sæki vald sitt til þings eða þjóðar. Það voru einveldiskonungar fyrri alda, sem þóttust sækja vald sitt sitt til guðs, eins og Tony Blair og George W. Bush gera nú. Þetta stílbrot félaganna skapar þeim og öðrum skúrkum gott svigrúm til að afsaka gerðir sínar með því, að þær séu guði þóknanlegar, þótt þær séu fólki það ekki. Með uppgangi kristinna sértrúarsafnuða hefur færst í vöxt, að ofbeldismenn feli sig bak við guð.