Þjóðarflokkurinn í Danmörku er kominn með 17% fylgi í skoðanakönnun, án efa af því að hann hefur harðasta afstöðu danskra flokka gegn innflutningi útlendinga. Umræðan um teiknimyndir af Múhameð spámanni hefur eflt hann, því að Danir kæra sig ekki um, að múslimskir klerkar rægi landið úti um heim. Svipuð þróun hefur verið í ýmsum öðrum Evrópuríkjum, svo sem Hollandi, þar sem valdamenn voru linir í málum útlendinga að mati fólks. Innflutningur nokkurra Litháa á fíkniefnum mun hafa svipuð áhrif hér. Þessi mál eru réttnefnd sprengiefni.