Háskóli Íslands fékk bandaríska stríðsglæpamanninn Michael Rubin til að flytja erindi í gær. Rubin er einn af mönnunum, sem laug upp ástæðum til að fara í stríð gegn Írak. Einkum laug hann, að Írak ætti gereyðingarvopn, sem væru hættuleg Bandaríkjunum, og að þar væri verið að skipuleggja sveitir hryðjuverkamanna, sem ættu að fara til Bandaríkjanna. Hvorugt reyndist rétt, þegar á hólminn var komið. Enda hafði eftirlit Sameinuðu þjóðanna áður komizt að hinu rétta. Óskiljanlegt er, að Háskóli Íslands flaggi bandarískum stríðsglæpamanni.