Háð og spott

Punktar

Bandaríkin hafa laukrétt fyrir sér, þegar þau saka Kína í 3000 blaðsíðna skýrslu fyrir alvarleg mannréttindabrot. Gallinn er, að ráðamenn Kína hlæja bara og benda á mannréttindabrot Bandaríkjanna. Þið eruð hræsnarar með tvöfalt siðgæði, segja þeir réttilega. Amnesty International er á sama máli. Afglöp Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkum afsaka ekki framferði stjórnvalda í Kína. En þau hafa leitt til, að erlend ríki taka ekki lengur mark á predikunum Bandaríkjanna og enginn fer lengur eftir þeim. Kína gerir bara grín að skýrslunni.