Hugo Chávez hefur vakið mikla reiði á Vesturlöndum, einkum í Bandaríkjunum, sem telja forseta Venezúela andstæðan hagsmunum sínum. Enda hefur hann komið hlutfalli læsra í landinu upp fyrir hlutfallið í Bandaríkjunum og dreifir auði landsins frá hinum ríku, sem áður héldu íbúum landsins í sárustu fátækt. Hann er Hrói höttur nútímans og hefur einnig hvatt nýjan forseta Bólivíu, Evo Morales, til að brjótast undan ofurvaldi Bandaríkjanna. Almenningur í Venezúela hefur mun betri lífskjör en áður var. Bandaríkin og Evrópa eru að vonum reið yfir þessu stílbroti í hnattvæðingunni.