“Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann á fimmtugsaldri í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fimm stúlkum. Stúlkurnar voru á aldrinum þriggja til tólf ára.” Svona eru fréttirnar orðnar í fjölmiðlum landsins. Menn þora ekki að segja nöfn manna af ótta við reiði þjóðfélagsins. Er það í rauninni ósk þess, að sakamál breytist í persónuvernduð einkamál, þar sem talað er um “mann á fimmtugsaldri” og “konu á Húsavík”? Þetta er mikil afturför frá því, sem áður var hér á landi og miklu lakara en í flestum nálægum löndum. Fjölmiðlar okkar eru orðnir geldir, nema Fréttablaðið.