Reykjavíkurborg vill, að sérfræðingar í þjónustustofnunum í borgarhverfum geti unnið saman að velferðarmálum. Hún vill, að rýmkað verði flæði upplýsinga milli sérfræðinga, til dæmis tengt einelti barna í skóla við drykkju foreldra. Hin fræga einveldisstofnun Persónuvernd hafnar þessu og vill upplýst samþykki viðkomandi fátæklinga. Það fæst auðvitað, af því að þeir óska aðstoðar. En þröskuldur Persónuverndar tefur framgang mála. Að þessu leyti eins og svo mörgu öðru er Persónuvernd fleinn í gangverki lýðræðislegs velferðarsamfélags.