Hrukkudýrin létu illa. Tveim þeirra var hent út af virðulegum borgarafundi vegna óláta. Þeim fannst stjórnvöld fara illa með gamlingja. Eins og þau fara illa með öryrkja og sjúklinga, einstæðar mæður og fíkla af ýmsu tagi. Með niðurskurði velferðar ofsækja Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur alla þá, sem miður mega sín. Það er mikil þverstæða, að þeir sigla síðan í sveitastjórnir undir gunnfána mikillar og vaxandi velferðar, sérstaklega í Reykjavík. Halda þeir, að kjósendur séu fífl? Eða vita þeir, að kjósendur eru fífl?