Rautt Sjálfstæði

Punktar

“Hver er sinnar gæfu smiður” hefur ætíð verið stefna Sjálfstæðisflokksins. Við sjáum þessa stefnu í kröfum ungliðanna um, að hver borgi fyrir sig í leikskóla og leikhúsi án stuðnings hins opinbera. Þetta er gömul og gróin stefna, sem veldur því, að Sjálfstæðisflokkurinn er talinn til hægri í pólitík. Þar sem þetta er frambærileg stefna, er skrítið, að flokkurinn skuli ekki kannast við hana fyrir kosningar og flaggar í staðinn loforðum um frían leikskóla og aukinn sósíal í borginni. Er það skoðun almannatengla flokksins, að vinstri sósíalismi einn sé seljanleg pólitík?