Grænfriðungar af öllu tagi nota nýju Þriggja-gljúfra-stífluna í Kína sem skólabókardæmi um tap á stíflum virkjunarsinna. Þessi stífla kláraðist um helgina og ryður einni milljón manns úr vegi lónsins. Fiskar deyja í lóninu, af því að hraðinn á vatninu nægir ekki til að hreinsa það. Gríðarleg drulla er farin að safnast við stífluna. Stíflan er dæmi um skelfileg áhrif af lánastefnu Alþjóðabankans, sem hefur hingað til ekki haft í verki neinn sjáanlegan áhuga á umhverfi mannkyns, þótt bankinn tali mikið eins og Landsvirkjun gerir líka.