Geldfugl í sagnfræði

Punktar

Fjölmiðlar hafa sagt frá erindi sagnfræðings um hleranir íslenzkra stjórnvalda í kalda stríðinu. Eftir fréttum að dæma hefur framsetning sagnfræðingsins verið geld, fjallaði um ótilgreindar persónur, sem ofsóttu ótilgreindar persónur. Úr þessu efni verður engin sagnfræði fyrr en upplýst er, hverjir skipulögðu og framkvæmdu hleranir og hverjir urðu fyrir þeim. Ímyndið ykkur sagnfræði, sem segði okkur, að bandamenn hafi eftir stríð höfðað mál gegn ónafngreindum þýzkum leiðtogum. Sagnfræðingar, sem hugsa: “Nomina sunt odiosa” eru geldfuglar í faginu.