Ósýnileg barátta

Punktar

Þegar ég fór um bæinn í gærmorgun, tók ég eftir, að Reykjavík er ólík öllum erlendum borgum á kosningadegi. Hvergi var áróður, ekki á stuðurum bíla, ekki á ljósastaurum, ekki á plakötum. Aðeins á örfáum flettiskiltum og kosningaskrifstofum voru kynningar frambjóðenda. Útlendingur á ferð um borgina hefði ekki hugmynd um kosningadaginn. Þetta er bezta dæmið um, að baráttan hefur verið á lágum nótum, enda hafa fjölmiðlar gefið framboðum gott svigrúm til að koma sér á framfæri. Sambúð fjölmiðla og stjórnmála er óvenjulega góð hér á landi, þótt menn haldi stundum annað.