Eyðimerkur þenjast út

Punktar

Forbes segir á vefnum, að loftslagsbreytingar séu að stækka eyðimerkur heimsins. Þær skríða nær þéttbýlum svæðum og borgum í Bandaríkjunum, Sahara og Góbí. Þær stækka einkum á mörkunum, sem snúa að pólum jarðar. Frá 1969 til 2005 hafa þessir loftstraumar færst 100 kílómetra nær pólunum og stefna í voða þekktum borgum á borð við Salt Lake City. Skýrasta dæmið um þetta er þó við Miðjarðarhafið, þar sem úrkoma minnkar ár frá ári og þurrkar magnast. Skíðasvæði í Ölpunum munu minnka á næstu árum, þegar snjólínan hækkar. Þessar breytingar eru auðvitað allar af manna völdum.