Halldór er svartur

Punktar

Halldór Ásgrímsson á að segja af sér sem formaður Framsóknar. Hann hefur leitt flokkinn í fylgishrun í fjölmennustu byggðum landsins. Mistök hans felast ekki í stjórnarsamstarfi eða efnahagsmálum, heldur í landspjöllum og álverum, dálæti á Evrópusambandinu og óvild í garð gamlingja og öryrkja og allra þeirra, sem minnst mega sín í samfélaginu. Allt er þetta á skjön við hefðbundin sjónarmið í Framsókn á fyrri áratugum. Halldór er samnefnari allra þessara mistaka og verður að axla sín skinn til að reyna að þvo flokkinn af svartri hægri stefnu.