Féll á eigin bragði

Punktar

Ólafur F. Magnússon fór illa út úr meirihlutaviðræðunum. Fyrst reyndi hann að vera í viðræðu á tveimur stöðum. Hann lét Vilhjálm H. Vilhjálmsson ná í sig á vinstri fundi, þóttist þá vera svangur og þurfa heim að éta og skipta um föt. Hann er ekki enn kominn úr þeirri för. Eftir bragðvísina féll hann svo á eigin bragði, þegar hlé varð á viðræðu hans við Vilhjálm. Þá hringdi Vilhjálmur í Björn Inga Hrafnsson og komst að raun um, að eina krafa Björns væri að fá embættisbíl sem formaður borgarráðs, þó ekki Hummer. Ólafur er að vonum súr yfir, að fleiri kunna brögð en hann.