Allt ruglið í skuld

Punktar

New York Times segir, að 43% af 4,8 trilljón dollara skuldum Bandaríkjanna séu í eigu útlendinga, en gleymir því, að Kínastjórn er sá lánardrottinn, sem hraðast eykur hlut sinna. Fyrir fimm árum áttu útlendingar 30%, en síðan hafa 73% nýs lánsfjár komið frá útlöndum. Blaðið segir, að vextir af þessum rosalegu fjárhæðum verði Bandaríkjunum þungbærir á næstu árum. Ennfremur, að útlendingar kunni að fá hland fyrir hjartað og reyni að flytja sig yfir í traustari evrur. Þá getur dollarinn hrunið. Og kannski kemst Kínastjórn bara í vont skap.