Hugsjónabagginn

Punktar

Því minna, sem flokkar koma með í farteskinu til stjórnarmyndunar, þeim mun fljótari eru þeir að semja. Því meira, sem þeir burðast með af hugsjónum, því meira dragast viðræður á langinn. Þess vegna nær tapari kosninganna, Framsókn, víðast inn í meirihlutasamstarf. Flokkurinn hefur nefnilega enga hugsjón aðra en að stjórna. Þess vegna ná sigurvegarar kosninganna, Vinstri grænir, nánast hvergi inn í meirihluta. Flokkurinn hefur nefnilega langar málefnaskrár og hugsanlegir samstarfsaðilar fórna höndum. Þetta er formúlan um, að þeir síðustu verða fyrstir í pólitík.