Sameinuðu þjóðirnar voru við völd á Austur-Tímor 1999-2002 og sendu þangað frægðarmenn, meðal annars frá Alþjóðabankanum, til að smíða innviði þjóðfélagsins eftir fyrra borgarastríð. Menn fara mikið í skóla í landinu, en fá enga vinnu að því loknu. Allt hið vestræna puð virðist hafa verið unnið fyrir gýg, því að nú er aftur hafið borgarastríð í landinu, að þessu sinni ekki gegn Indónesum, heldur milli sigurvegaranna. Kallað hefur verið í Ástralíu til að stilla til friðar og gengur frekar tregt. Það er ekki tekið út með sældinni að reisa þjóðir við með handafli.