Ónotuð ráðgjöf bregzt

Punktar

Hafrannsóknastofnunin telur, að lengi hafi verið farið gegn hennar ráðum við úthlutun veiðikvóta. Hún vill 16% kvóta, en ráðherra og kvótakóngar vilja 25%. Kvótakóngar segja veiðiráðgjöf Hafró hafa brugðizt, þótt erfitt sé að ímynda sér, hvernig bregðist ráðgjöf, sem ekki er farið eftir. Þeir vilja fá frítt spil í restina af þorski og ýsu, enda margir með keyptan og dýran kvóta, sem kallar á stundargróða á kostnað langtímaöryggis. Einar K. Guðfinnsson ráðherra þykist vera úti að aka og ekkert skilja í Hafró. Vísindi hafa lítinn stuðning í kerfinu árið 2006.