Endurtekin mistök

Punktar

Bandaríkjamenn hafa gert alveg sömu mistök í Írak og Bretar gerðu þar eftir fall Tyrkjaveldis við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, segir H.D.S. Greenway í Boston Globe. Enda sé þeim fátt verr gefið en að læra sagnfræði, samanber fortíð Frakka í Víetnam. Fáránlegt orðalagið er eins á pólitískum ímyndunum árið 1920 og 2006. Menn töldu sig og telja sig vera frelsisengla, er megi ekki snúa baki við Írak, sem verði fyrirmyndar lýðræðisríki. Greenway klikkir út með því að segja, að enn eldri brezkir draugar séu á ferð í bandarísku hernámi Afganistans.