Flokksmenn fái kaup

Punktar

Snotur blaðagrein Óskars Bergssonar, frambjóðanda Framsóknar í Reykjavík, segir okkur, að Framsókn fari hvarvetna í meirihluta í bæjarstjórnum, því að flokkurinn sé samstarfshæfari en aðrir flokkar. Það eina, sem vantar í greinina, er, að hæfni flokksins byggist á, að hann er málefnafrjáls og getur því samið við hvern sem er um hvað sem er. Flokkurinn er nefnilega ekki stjórnmálaflokkur, heldur vinnumiðlun flokksmanna á mölinni. Samstarf hans í Reykjavík og breytingar á samstarfi hans í ríkisstjórn felast í að fá sem mest kaup fyrir sem flesta flokksmenn.