Álit umheimsins á Bandaríkjunum heldur áfram að falla samkvæmt árlegri könnun Pew Research Center í 15 ríkjum heims. Á Spáni hefur álitið fallið úr 41% í 23% á einu ári. Hinir spurðu telja, að stríðið við Írak hafi gert heiminn hættulegri en hann var. Stuðningur við stríðið gegn hryðjuverkum hefur dalað, í Japan og á Spáni hefur hann hreinlega horfið. Athyglisvert er, að bara þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum vita um tilvist Abu Ghraib og Guantánamo fangelsanna, en níu af hverjum tíu Evrópumönnum og Japönum. Allir aðrir en Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af umhverfismálum.