Japanir eru hvattir til að snæða meiri hval, því að afurðir “vísindaveiða” seljast ekki á heimamarkaði. Ungt fólk borðar ekki hval og gamlingjar deyja smám saman út. Japanska fiskveiðiráðið hefur komið á fót Geishoku Labo, heildsölu með hvalkjöt til að dreifa því víðar um landið. Undanfarin ár hefur hvalkjöt hlaðist upp í frystigeymslum og nemur nú um 6000 tonnum. Mikið er í húfi, því að fyrirsjáanlegt er, að hefðbundnar hvalveiðar verði leyfðar að nýju í heiminum. Einhverjir verða að fást til að éta kjötið, svo að japanska ríkið verði ekki að margfalda ríkisstyrkinn.