Að elta fyrirtæki

Punktar

Sú firra sameinar meirihlutann og minnihlutann í Reykjavík að draga megi úr umferð með því að sameina atvinnu- og íbúðahverfi, því að þá muni fólk ekki þurfa að fara á bíl í vinnu. Samkvæmt þessu fékk vinur minn sér íbúð í göngufjarlægð frá fyrirtækinu sínu. Þremur vikum síðar flutti það í hinn enda borgarinnar og íbúðarkaupin voru þá til einskis orðin. Á hann að fara aftur í skipti á íbúðum vegna þessa? Svo umsvifamikið og áhættusamt er að skipta um húsnæði, að líta má á það sem ónothæfa hugsjón, að fólk elti fyrirtækin sín til að þurfa ekki að nota bíl.