Mislægt við Kringlu

Punktar

Nýr meirihluti í Reykjavík ætlar að losna við steinbarn Reykjavíkurlistans, hin víðáttumiklu gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar í tvívíðum fleti. Nýr meirihluti ætlar að gera þessi gatnamót mislæg eða þrívíð, svo að umferð geti orðið þar hindrunarlaus. Hingað til hefur mikil mengun orðið af bílum, sem bíða við ljós og eyða síðan miklu benzíni við að komast á ferð að nýju. Þetta ánægjulega verk á að klára á kjörtímabilinu. Ekki er þó allt gott í málefnasamningnum, þar er til dæmis gert ráð fyrir íbúðum við olíubirgðastöðina í Örfirisey.