Pólitísk kvígildi

Punktar

Pólitísk gæludýr í hlutverki sendiherra eru meðal þess sem stuðlar að vondri stöðu Bandaríkjanna í áliti umheimsins. Thomas J. Raleigh segir í International Herald Tribune, að 49 bandarískir sendiherrar séu ekki atvinnumenn, heldur pólitísk kvígildi. Margir þeirra eru í starfi fyrir að vera “Pioneers”, hafa látið Bush hafa meira en 7 milljónir króna í kosningasjóð. Þeir eru svo mikið úti á kanti í pólitík erlendis, að enginn tekur mark á þeim og þeir eiga því erfitt með að gæta hagsmuna ríkisins. Þetta minnir á hina afdönkuðu í diplómatíu Íslands.